Sælir,
Ég er að ath. hvort menn hafi áhuga á SLODAVINIR.ORG
Slóðavinir er öflugt félag með rúmlega 300 meðlimi, bæði fjórhjól og endúru. Mér hefur verið valið það hlutverk að vera formaður fjórhjólanefndar og er að reyna að fá fleiri VIRKA fjórhjólamenn inn í félagið.Við ætlum að vera duglegir að hjóla í vetur og er verið að setja upp dagskrá.
Slóðavinir eru nú að vinna að mikilvægu verkefni sem varðar alla áhugamenn í sportinu. Ríkið hefur stofnað til nefndar sem á að koma í veg fyrir utanvegs akstur og fyrirhugað er að loka á margar leiðir og slóða sem við notum. Slóðavinir eru því að reyna að ná að vinna með þessari nefnd og taka þátt í ákvörðunum um lokanir og aðgerðir.Endilega styrkið félagið með því að taka þátt.
Kv. Kristján Slóðavinur