sælir drengir, við erum 4 félagar frá skagafirði sem eigum renegade í dag. 3 þeirra hafa farið í claim útaf slagi í aftuöxli og kom í ljós að lítill hub var brotinn í tveimur og orðinn laus í því þriðja.
sömu hjól fóru í claim útaf kúplingu sem var farið að heyrast svona trillu hljóð. (getið ímyndað ykkir spil á reiðhjóli nema ekki eins hátt.) kom þegar að maður var kominn á 60km + og þegar að maður var ekki í átaki. s.s. ekki við inngjöf og ekki ef að maður sleppti alveg gjöfinni, heldur þagar að maður var að halda sama hraða. það var skipt um alla slitfleti í fremri kúplingu fyrir utan diskana sjálfa..
2 af þessum þrem hjólum eru svo að fara í claim útaf leka meðfram pakkdós úr drifinu að aftan.
ég myndi bara vera á varðbergi því nú fara flest hjólin að renna úr ábyrgð. (það er 2 ára verksmiðju ábyrgð)
vildi bara láta ykkur vita þið sem eigið renegade.
en fyrir utan þetta þá er maður hæstánægður með hjólið, lifi fyrir það