sælir, vildi benda ykkur á swamp lite dekkin og mína reynslu af þeim.
N1 / Nítró er að selja þau svo við byrjum á því hvar þau fást.
við erum tveir félagar á Sauðárkróki sem ökum á svona dekkjum, báðir á Can-am Renegade.
ég tók mér 27x10 12" að framan og 27x12 12" að aftan, ætlaði að sleppa við að kaupa spacera eða aðrar felgur, komst að því að það sleppur ekki og reddaði ég seinasta vetri með því að setja skinnur uppá boltana á hjólinu sem virkaði fínt, lenti ekki í neinu brasi en tók þá ákvörðun að kaupa mér felgur fyrir þennan vetur. þessi dekk eru frekar hörð voru á orginal felgunum þó sem eru mjög mjóar að framan 6" breiðar og okkur fannst þau ekki fletjast mikið út en marr dreif alveg ótrúlega, í mjög þungu færi var allt loft hleypt úr og sett í lága og kvikindið staðið í botni. og viti menn það var næstum ekkert sem stoppaði mann. við sjáum hvað gerist í vetur á öðrum felgum en þær eru 7" breiðar itp delta stálfelgur.
félagi minn gerðist svo djarfur að fara í 12" breitt allann hringinn, hann er með spacera svo hann var ekki í neinum vandræðum með að dekkin myndu rekast í en það er skrýtið að vera með 12" breitt dekk á 6" breiðri felgu... en í fyrir þennan vetur þá lét hann breikka stálfelgur fyrir sig sem eru núna 9" breiðar og ég get sagt ykkur það að hjólið er eins og skrímsli... BIG FOOT fjórhjól... svo svakalega breitt og það teygist miklu meira á dekkinu... en það er því miður ekki komin reynsla á það ennþá en vonin er mjög góð miðað við árangurinn í fyrra..
svo niðurstaðan er að við erum mjög ánægðir með þessi dekk en við höfum því miður ekki samanburðinn við bighorn því það er enginn á svoleiðis dekkjum hér í skagafirði..
vildi bara segja ykkur frá þessum dekkjum